VIÐFANGSEFNI í stjórnendaþjálfun

Kostir þess að nýta stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) eru fjölmargir en sá sem viðskiptavinir Vendum nefna hvað oftast er að þjálfunin er einstaklingsbundin og tíma stjórnandans því mjög vel varið.

Í markþjálfunarsamtali er stjórnandinn ekki bundinn af fyrirfram ákveðnu efni sem mögulega nýtist honum lítið sem ekkert, heldur er kastljósinu beint að raunverulegum áskorunum eða tækifærum sem viðkomandi stendur frammi fyrir hverju sinni. Skilvirknin er því mikil og tími stjórnandans er nýttur til hins ítrasta, en tímaskortur er ein algengasta ástæða þess að stjórnendur sækja sér ekki þjálfun og/eða endurmenntun. 

Hér eru dæmi um tækifæri og áskoranir sem viðskiptavinir okkar standa oft frammi fyrir og eru kjörin viðfangsefni til að takast á við með aðferðum stjórnendaþjálfunar:

 • Markmiðasetning

 • Persónuleg stefnumótun

 • Bætt skipulag og tímastjórnun

 • Aukin hagkvæmni í rekstri

 • Starfsþróun

 • Hámörkun afkasta teymis

 • Vald- og verkefnadreifing

 • Aukin framleiðni

 • Úrlausn starfsmannamála

 • Samskipti

 • Aukin sala

 • Nýsköpun

 • Jafnvægi vinnu og einkalífs

 • Aukin leiðtogahæfni


Ef þú vilt bóka tíma í stjórnendamarkþjálfun, vinsamlegast sendu póst á vendum@vendum.is