Viðtal við Öldu í Læknablaðinu

Í vor var tekið viðtal við Öldu um markþjálfun og hvernig má nýta hana á afar áhrifaríkan hátt til að fyrirbyggja kulnun meðal unglækna og fá sjúklinga til að taka í auknum mæli ábyrgð á eigin bata. Viðtalið í heild sinni er birt bæði sem hlaðvarp og í greinarformi á vef Læknablaðsins í júlí/ágúst tölublaðinu.

Brot úr viðtalinu:

„Það er kristaltært að læknar eiga að tileinka sér þessa aðferðafræði,“ segir Alda Sigurðardóttir einn reyndasti mark- og stjórnendaþjálfi landsins. Samskiptatæknin nýtist sérstaklega í stjórnun. „Með því að nýta markþjálfun má ná því besta fram í fólkinu sínu, ná að hámarka afköstin án þess að fólk brenni út, heldur þannig að því líði vel. Þetta er einfaldlega aðferð sem virkar.“

Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfi Vendum á skrifstofu fyrirtækisins í Bolholti 6.

Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfi Vendum á skrifstofu fyrirtækisins í Bolholti 6.