Áhugavert hlaðvarp (e. podcast) fyrir fólk með framfaramiðað hugarfar og áhuga á viðskiptum

Guðmund­ur Hafsteinsson hefur unnið m.a. hjá tveimur verðmætustu fyrirtækjum heims Google og Apple. Hann stýrði þróun Google Maps og einnig raddstýribúnaðinum Siri sem má finna í Iphone símum. Með tímanum þróaðist hann frá því að vera tæknilegur leiðtogi yfir í að hafa mannaforráð. Eins og hann segir í viðtalinu dugir ekki að vera stjórnandi sem segir fólki til heldur þarf að vera leiðtogi. Hann segir starf leiðtogans allt öðruvísi heldur en öll verkfræðinga- og hönnunarstörf og við í Vendum erum innilega sammála honum þar. Ekki láta þetta áhugaverða viðtal framhjá þér fara. Viðtalið er birt með góðfúslegu leyfi Alfa framtakssjóðs.