Stjórnun á tímum óvissu

Við mælum með greininni Managing when the future is unclear sem birtist á vef Harvard Business Review í janúar sl. og fjallar um stjórnun á tímum óvissu.

Markaðsskilyrði breytast á ógnarhraða, viðskiptavinir hafa sífellt meira val, gengið er á auðlindir og stjórnendur koma og fara eins og gengur og gerist.

Það er lítið mál að móta flotta stefnu í fyrirtækjum en að innleiða hana og fylgja henni eftir í hvívetna frá efsta og niður í neðsta lag fyrirtækja getur verið mikil áskorun.

Við mælum með að allir framúrstefnulegir og þenkjandi leiðtogar kynni sér þessa grein.