Morgunverðarfyrirlestur 6. júní 2019

nútíma stjórnandi er bæði,,áhrifavaldur” og ,,brand”

Við hjá Vendum héldum morgunverðarfund á Grand hotel Reykjavík 6. júní sl. í samstarfi við OZZ markaðshús.

Á fundinum fjölluðu Alda Sigurðardóttir ACC stjórnendaþjálfi og eigandi Vendum og Katrín M. Guðjónsdóttir annar eigandi OZZ markaðshúss um listina að hafa áhrif og nútíma stjórnandann sem áhrifavald og ,,brand’’.

Stjórnendahlutverkið er margslungið og stjórnendur gegna fjölmörgum hlutverkum innan fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá en þeir gegna ekki síður mikilvægu hlutverki út á við.

Stjórnendur eru fyrirmyndir og áhrifavaldar í samfélaginu og  innan fyrirtækisins og þurfa því að huga að eigin vörumerki og varðveitingu þess. Mikilvægt er að þeir hegði sér í takt við það sem þeir standa fyrir, vandi sig í framkomu, orðavali og hugi meðvitað að heildarumgjörð sinni út á við.

Katrín M. Guðjónsdóttir annar eigandi OZZ markaðshúss fór yfir hagnýt ráð fyrir stjórnendur og leiðtoga sem vilja auka virði sitt í stefnumiðuðu innra starfi. Hvað þýðir það að vera stjórnandi sem áhrifavaldur? Hvernig er hægt með markvissum hætti að nýta innri markaðssetningu sem lausn í uppbyggingu eigin vörumerkis?

Katrín M. Guðjónsdóttir er MBA, viðskipta- og markaðsfræðingur og hefur góða reynslu úr viðskiptalífinu, með áherslu á markaðsmál, branding, stjórnun og stefnumótun. Katrín hefur unnið að mörkunnarvinnu og heildarstefnumótun fyrir Símann, N1, Innnes og Skeljung. Hún hefur lagt áherslu á þróun markaða og leiðir sem auka virði til viðskiptavina.

Alda Sigurðardóttir ACC stjórnendaþjálfi, MBA og eigandi Vendum opnaði fyrirlesturinn og fjalla um listina að hafa áhrif en hún hefur starfað með hundruðum stjórnenda undanfarin 9 ár og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel. 

Að erindunum loknum voru umræður um viðfangsefni fundarins.

Við þökkum gestum kærlega fyrir komuna og ekki síst fyrir lifandi og skemmtilegar umræður. Það er greinilegt að íslenskir stjórnendur eru meðvitaðir um áhrif sín út á við og mikilvægi þess að hlúa að eigin ,,brandi’’.

Við þökkum einnig þeim Katrínu og Írisi hjá OZZ markaðshúsi fyrir frábært samstarf.