Framtíðarleiðtoginn - ráðstefna RuMBA 3. maí

Alda hélt erindið ,,Frá stjórnanda til framtíðarleiðtogans’’ á ráðstefnu RuMBA (Reykjavik University MBA) sem bar yfirskriftina ,,Framtíðarleiðtoginn’’ og var haldin á Nauthóli 3. maí sl. Í erindi sínu fór hún yfir hagnýtar leiðir fyrir stjórnendur til þess að þróa sig markvisst áfram og verða betur í stakk búnir til að takast á við leiðtogahlutverkið til framtíðar.

Aðrir fyrirlesarar voru Elísabet Margeirsdóttir, ofurhlaupari og næringarfræðingur, Haukur Ingi Guðnason, viðskiptastjóri hjá Gallup, Edda Hermannsdóttir stjórnandi markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka, Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar og Sindri Sigurjónsson, meðeigandi og stjórnarformaður Expectus . Örn Helgason formaður stjórnar RuMBA ávarpaði gesti og Tinna Traustadóttir viðskiptastjóri hjá Landsvirkjun og MBA 2017 var fundarstjóri

Þetta var frábær og fróðlegur eftirmiðdagur í alla staði. Takk kærlega stjórn RuMBA, Nauthóll, allir fyrirlesarar og ráðstefnugestir.