Er alltaf brjálað að gera?

Flest könnumst við vel við frasann ,,brjálað að gera" en það virðist vera orðið að einhvers konar stöðutákni að vera mjög upptekin. Margir setja samasem merki á milli þess að vera upptekinn annars vegar og mikilvægur starfskraftur hins vegar.

Vð rákumst á áhugaverða grein ,,The Case of Doing Nothing” sem birtist í New York Times 29. apríl sl. Þar er talað um að það að hafa brjálað að gera sé ekki það stöðutákn sem mörg okkar telja enda séu áhrifin af því að vera alltaf yfirhlaðinn raunveruleg og geti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. Kulnun, kvíðaraskanir og streitutengdir sjúkdómar eru því miður vaxandi vandamál.

Í greininni er fjallað um þýska hugtakið ,,niksen" sem felur í sér að gera ekki neitt. Það er erfitt að skilgreina það vegna þess að við erum alltaf að gera eitthvað, jafnvel í svefni.

Doreen Dodgen-Magee, sálfræðingur sem hefur gert rannsóknir á þessu sviði líkir hugtakinu við bíl sem er í gangi en í kyrrstöðu.

Hún skilgreinir hugtakið sem ,,augnablik þar sem einstaklingur er ekki með neitt annað plan en að vera".

Við mælum með lestri greinarinnar og auk þess bendum við á námskeiðið Þín heilsa - þitt líf sem er á dagskrá 21. og 28. maí.