Hvernig getur maður komið ástríðu sinni á framfæri í starfsviðtali?

Það er frekar algengt að viðskiptavinir okkar sæki sér tíma í stjórnendaþjálfun þegar þeir eru í ráðningarferli eða vilja skipta um starf og/eða starfsvettvang.

Við rákumst á þessa áhugaverðu grein í Harvard Business Review þar sem gefin eru góð ráð sem vert er að hafa í huga í starfsviðtalinu.

  • Talaðu um ,,Hvers vegna?” í stað þess að tala eingöngu um ,,Hvað/hverju?” þú hefur áorkað. Útskýrðu hvað drífur þig áfram, hvers vegna og hvaða áhrif það hefur haft á störf þín.

  • Nefndu dæmi um hvenær þú hefur lagt sérstaklega mikið á þig í starfi og hvaða ávinningi það hefur skilað.

  • Segðu frá áhugamálum þínum. Þegar þú hefur sérstakan áhuga á einhverju er það líklegt til að smita út frá sér og hafa einnig jákvæð áhrif á störf þín.

  • Segðu frá sjálfboðaliðastörfum. Ástríða fyrir ákveðnum málefnum getur verið góð vísbending um metnað og ástríðu þína í starfi. T.d. ef þú ert félagsmálatröllið sem tekur alltaf að sér að skipuleggja skemmtilegar stundir fyrir teymið, ef þú starfar í sjálfboðavinnu fyrir félagasamtök og svo framvegis.