Mikilvægi markþjálfunar í stjórnendahlutverkinu

Stjórnendur halda stundum að þeir séu að markþjálfa þegar þeir eru í raun að segja fólkinu sínu til. Góðu fréttirnar eru þær að þeir geta náð umtalsvert betri árangri í stjórnendahlutverkinu með því að fjárfesta smá tíma í að læra út á hvað aðferðafræði markþjálfunar gengur.

Samkvæmt John Whitmore (1937-2017) er skilgreining markþjálfunar: ,,að leysa úr læðingi möguleika einstaklings til að hámarka eigin frammistöðu. Að hjálpa viðkomandi einstaklingi að læra í stað þess að kenna honum".

Þegar markþjálfun er beitt á réttan hátt getur það haft mjög jákvæð áhrif á helgun í starfi enda er yfirleitt mun meira hvetjandi að fá að beita sinni eigin sérfræðiþekkingu á þær aðstæður sem maður stendur frammi fyrir heldur en að vera sagt til af öðrum.

í grein sinni ,,Most managers don´t know how to coach people but they can learn" sem birtist í Harvard Business Review árið 2018 fjalla Julia Milner og Trenton Milner um rannsókn sem gerð var á áhrifum markþjálfunar í stjórnun. Við mælum með lestri greinarinnar.

Við bendum stjórnendum sem vilja læra aðferðafræði markþjálfunar á eftirfarandi námskeið sem er á dagskrá okkar 24. apríl næstkomandi.

Markþjálfunarnámskeið fyrir stjórnendur_klippt.jpg

MARKÞJÁLFUNAR-NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR

Lögð er áhersla á að kynna grunnatriði markþjálfunar sem stjórntækis, en það er mjög árangursrík leið til að efla stjórnendur í hinni daglegu stjórnun. Áhersla verður á hagnýtar aðferðir í samtalstækni, virka hlustun og spurningatækni.