Skyggnst bakvið tjöldin í Íslensku óperunni

Við hjá Vendum vorum svo lánsöm að fá að skyggnast á bakvið tjöldin hjá Íslensku óperunni í gær.

Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri tók á móti okkur, fræddi okkur um starfsemi Íslensku óperunnar og nýjustu uppfærsluna La Traviata sem frumsýnd verður í Eldborg föstudaginn 9. mars.

Oriol Tomas leikstjóri La Traviata kom einnig og sagði gestum frá upplifun sinni af því að starfa með íslenskum söngvurum og sviðslistamönnum ásamt því að fjalla um inntak sýningarinnar. Það var virkilega ánægjulegt að heyra hversu jákvæður Oriol er í garð Íslendinga og hversu farsælt samstarf hann hefur átt við stjórnendur, söngvara og sviðslistafólk í starfi sínu fyrir Íslensku óperuna undanfarin misseri.

Að endingu var okkur boðið inn á æfingu La Traviata og þvílíkt sjónarspil! Við hlökkum til að sjá meira!

Við þökkum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra kærlega fyrir hlýjar og rausnarlegar móttökur. Við þökkum viðskiptavinum og velunnurum Vendum einnig fyrir komuna og vonum að þeir hafið notið vel.

Eins og sjá má á myndunum var útsýnið sérlega heillandi, Esjan skartaði sínu fegursta og sólin skein!