Hvernig getum við komist í flæði í vinnunni og afkastað margfalt betur?

Okkur hjá Vendum er annt um að tímastjórnun, skilvirkni og framleiðni. Við erum sannfærð um að með því að skerpa á tímastjórnun og forgangsröðun megi ná fram miklu meiri afköstum á styttri tíma.

Við erum svo sannarlega fylgjandi styttingu vinnuvinnunnar og meiri gæðastundum með okkar nánustu.

Greinin Stop Letting Push Notifications Ruin Your Productivity sem birtist í Harvard Business Review nú í vikunni er mjög áhugaverð.

Ungversk-ameríski sálfræðingurinn, Mihaly Csikszentmihalyi, skilgreindi lífeðlisfræðilega ástandið ,,flæði” árið 1975, sem ástand þar sem einstaklingurinn sekkur djúpt ofan í ákveðið verkefni á þann hátt að allt annað verður honum óviðkomandi og ekkert fær hann truflað.

McKinsey komst síðan að því að þegar stjórnendur eru í flæði eru þær allt að fimm sinnum afkastameiri. Samt sem áður einkennist dæmigerður vinnustaður af stöðugu sjónrænu og hljóðrænu áreiti t.d. svokölluðum tilkynningum (e. notifications) sem gerir það að verkum að stjórnendur eru sítengdir og auðtruflaðir og myndu gera Ivan Pavlov, lífeðlisfræðinginn sem öðlaðist frægð fyrir að skilgreina klassíska skilyrðingu, stoltan.

Í raun eru þessar tilkynningar ekki ósvipaðar bjöllunum sem hundarnir hans Pavlovs hefðu slefað yfir. Þær eru að svipta okkur eiginleikanum til að komast í flæði, gera okkar allra besta í vinnunni og yfirgefa skifstofuna og finnast við hafa raunverulega áorkað.

VIð mælum með lestri þessarar greinar sem er eftir Steve Glaveski framkvæmdastjóra og stofnanda Collective Campus.