Hvers vegna missum við drifkraftinn í vinnunni og hvað geta yfirmenn gert til að aðstoða okkur? //Why people loose motivation - and what mangers can do to help

Í þessari áhugaverðu grein eftir Dan Cable prófessor við London Business School sem birtist í Harvard Business Review (2018) er leitast við að útskýra hvers vegna flestir finna fyrir minni drifkrafti og hvatningu í vinnunni einhvern tíma á lífsleiðinni.

Til að átta sig á rót vandans er mikilvægt að skilja að sem mannverur viljum við finna fyrir hvatningu og tilgangi með því sem við gerum. Það er einfaldlega líffræðilegt fyrirbæri og partur að því hver við erum. Það er hluti heila okkar sem kallast leitarkerfi (e. seeking system) sem býr til nátturulega hvata til að tileinka sér nýja færni og taka að sér krefjandi en þroskandi verkefni. Þegar við fylgjum þessum hvötum, fáum við skammt af dópamíni – taugaboðefni sem tengist hvatningu og ánægju – sem lætur okkur sækjast enn frekar eftir slíkum verkefnum. Þegar leitarkerfi heilans eru virkjuð finnum við fyrir meiri hvatningu og tilgangi með lífinu.

Það eru nokkrar leiðir sem yfirmenn geta farið til þess að hjálpa starfsfólki sínu og við mælum með að þið kynnið ykkur efni greinarinnar ef þið viljið fræðast nánar um þær.