Árangursrík vald- og verkefnadreifing mikilvæg í leiðtogahlutverkinu

Ein af stærstu áskorunum þeirra sem vinna sig upp úr sérfræðingshlutverki upp í stjórnendahlutverkið er vald- og verkefnadreifing.

Algeng mistök nýrra stjórnenda eru að halda áfram að sinna öllum sínum verkefnum samhliða því að sinna stjórnendahlutverkinu.

Eftir því sem ábyrgðin verður meiri og flóknari er góð hæfni í vald- og verkefnadreifingu það sem skilur á milli þeirra sem ná litlum og miklum árangri í leiðtogahlutverkinu.

Hér er á ferðinni áhugaverð grein eftir Jesse Sostrin, PhD, sem starfar sem stjórnandi hjá PwC’s Leadership Coaching Center of Excellence og hefur einnig gefið út bækur um leiðtogahæfni.

Við mælum með lestri greinarinnar og auk þess námskeiðinu okkar Árangursrík vald- og verkefnadreifing sem er á dagskrá 4. mars.