Hafðu tilgang sem kjarnann í stefnu fyrirtækisins

Í þessari grein sem birtist í september/október útgáfu tímaritsins Harvard Business Review er fjallað um hvernig fyrirtæki sem hafa skýran tilgang og nýta hann sem kjarnann í stefnu fyrirtækisins ná meiri árangri. Það er hægt að skilgreina tilgang fyrirtækja á margvíslega vegu og í þessari grein er stuðst bæði við afturvirka nálgun (e. retrospective) og framsækna (e. prospective).

Hægt er að lesa og hlusta á greinina inni á vef Harvard Business Review.