Alfa Messan með Öldu Sig, Andrési Jóns og Rakel Guðmunds

Alda tók á dögunum þátt í Alfa hlaðvarpi sem fólst í því að greina viðtöl við þrjá stjórnendur ásamt þeim Andrési Jónssyni og Rakel Guðmundsdóttur.

Í hlaðvarpinu greindu þau viðtöl við framúrskarandi stjórnendur, þau Guðmund Hafsteinsson, fyrrverandi vöruþróunarstjóra Google og Apple, Evu Sóley Guðbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Icelandair og Harald Þorleifsson, eiganda Ueno sem er alþjóðlegt fyrirtæki í rafrænni hönnun. Þetta hlaðvarp er því í anda fótboltamessunnar sem greinir fótboltaleiki. Sem fyrr segir voru fengin til verksins þau Andrés Jónsson, stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í almannatengslum frá Góðum samskiptum, Rakel Guðmundsdóttir sem býr yfir dýrmætri reynslu úr rekstrarstjórnun frá Alfa framtaki og Alda Sigurðardóttir, stjórnendaráðgjafi og þjálfari Vendum. Þessu hlaðvarpi var stýrt fagmannlega að venju af Gunnari Páli Tryggvasyni frá Alfa framtaki.

Hér er hægt að nálgast öll Alfa hlaðvörpin.