Hvernig geta leiðtogar fengið einlæga og uppbyggilega endurgjöf?

Mikið er fjallað um mikilvægi þess að stjórnendur og leiðtogar læri að veita árangursríka endurgjöf, hvort sem er jákvæða endurgjöf eða leiðréttandi endurgjöf sem hefur þann tilgang að leiðrétta hegðun til hins betra.

Það er aftur á móti ekki síður mikilvægur þáttur í velgengni og þroska leiðtoga að þeir kunni sjálfir að óska eftir og taka á móti endurgjöf.

Í greininni "How Leaders Can Get Honest, Productive Feedback" sem birtist nýlega í Harvard Business Review fjallar Jennifer Porter stjórnendaþjálfi um hvaða leiðir leiðtogar geta notað til að fá áhrifaríka endurgjöf sem nýtist þeim til að þróa leiðtogahæfileika sína, öðlast traust og ná árangri í störfum sínum.

Fyrir leiðtoga sem vilja tileinka sér leiðir til að veita árangursríka endurgjöf mælum við eindregið með námskeiðinu Hrós, hvatning og leiðréttandi endurgjöf sem er á dagskrá okkar 4. febrúar næstkomandi.