8 ára afmæli Vendum og morgunverðarfyrirlestur 11. janúar

Í tilefni af 8 ára afmæli Vendum þann 11. janúar 2019 boðum við til morgunverðarfundar föstudaginn 11. janúar frá kl. 8:30-10:00 í veislusalnum Háteigi á 4. hæð á Grand hótel Reykjavík.

Alda Sigurðardóttir ACC, MBA, stjórnendaþjálfi og eigandi Vendum mun halda erindið ,,Árangursríkar samskiptaaðferðir í stjórnun” en hún hefur unnið með nokkrum hundruðum stjórnenda í einstaklingsráðgjöf undanfarin 8 ár, er með viðskiptavini í 10 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.

Alda hefur einnig haldið fjöldan alllan af námskeiðum fyrir fyrirtæki síðastliðin ár og hefur mikla reynslu af því að aðstoða stjórnendur að takast á við áskoranir er varða samskipti, stjórnun og teymisvinnu. Alda hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu úr fyrri störfum sínum og hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum sl. 15 ár.

Boðið verður upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð á aðeins 2.900 kr og innifalið í því er einnar klukkustundar fræðsluerindi.

Við mælum með að áhugasamir tryggi sér sæti sem allra fyrst vegna takmarkaðs sætaframboðs.
Skráning á viðburðinn hér.

Dagskrá:

8:15 Húsið opnar
8:30-9:00 Morgunverður
9:00-10:00 Fyrirlestur um árangursríkar samskiptaaðferðir í stjórnun

Takið daginn frá.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Vendum teymið