Eiginleikar góðra hlustenda

Einn af mikilvægari eiginleikum sem góðir stjórnendur og leiðtogar þurfa að búa yfir er að vera góðir hlustendur.

Hér er á ferðinni virkilega áhugaverð grein úr Harvard Business Review (2016) sem bendir á að einkenni þeirra sem virkilega kunna að hlusta séu í raun allt önnur en margir halda. Góðir hlustendur eru ekki endilega þeir sem þegja á meðan aðrir tala, kinka kolli og gefa frá sér hvetjandi hljóð eða eru eins og svampar og geta endurtekið orð fyrir orð það sem viðmælandinn sagði.

Góðir hlustendur eru þeir sem þú getur viðrað skoðaðir þínar við og þeir hjálpa þér að öðlast skýrari sýn á eigin markmið. Þeir eru styðjandi og hvetjandi og veita þér innblástur og orku. Greinarhöfundar líkja þeim við trampólín!