8 ára afmæli Vendum og morgunverðarfyrirlestur 11. janúar

Í tilefni af 8 ára afmæli Vendum þann 11. janúar 2019 boðum við til morgunverðarfundar föstudaginn 11. janúar frá kl. 8:30-10:00 í veislusalnum Háteigi á 4. hæð á Grand hótel Reykjavík.

Alda Sigurðardóttir ACC, MBA, stjórnendaþjálfi og eigandi Vendum mun halda erindið ,,Árangursríkar samskiptaaðferðir í stjórnun” en hún hefur unnið með nokkrum hundruðum stjórnenda í einstaklingsráðgjöf undanfarin 8 ár, er með viðskiptavini í 10 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.

Alda hefur einnig haldið fjöldan alllan af námskeiðum fyrir fyrirtæki síðastliðin ár og hefur mikla reynslu af því að aðstoða stjórnendur að takast á við áskoranir er varða samskipti, stjórnun og teymisvinnu. Alda hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu úr fyrri störfum sínum og hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum sl. 15 ár.

Boðið verður upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð á aðeins 2.900 kr og innifalið í því er einnar klukkustundar fræðsluerindi.

Við mælum með að áhugasamir tryggi sér sæti sem allra fyrst vegna takmarkaðs sætaframboðs.
Skráning á viðburðinn hér.

Dagskrá:

8:15 Húsið opnar
8:30-9:00 Morgunverður
9:00-10:00 Fyrirlestur um árangursríkar samskiptaaðferðir í stjórnun

Takið daginn frá.

Við hlökkum til að sjá ykkur.

Vendum teymið

Prófaðu eitthvað nýtt í 30 daga

Margir setja sér ný markmið þegar nýtt ár gengur í garð.

Fyrir þau ykkar sem vantar hugmyndir að áramótaheitum þá er hér áhugavert erindi með Matt Cutts sem starfaði í 17 ár sem verkfræðingur hjá Google. Hann hvetur fólk til að prófa eitthvað alveg nýtt í 30 daga og sjá hvaða niðurstöður það færir, mögulega gæti það orðið upphafið að einhverju stórkostlegu.

Erindið er komið til ára sinna en er algjörlega tímalaust að okkar mati.

Jólastress eða jólagleði? Þitt er valið!

Nú þegar jólastressið er farið að hellast yfir marga þá mælum við eindregið með því að sem flestir hugi að andlegri heilsu. Þó við mælum auðvitað helst með því að fólk sé skipulagt og reyni að komast hjá jólastressinu eins og kostur er.

Það að taka sér 10 mínutur á dag til að hvíla hugann algjörlega frá öllu utanaðkomandi áreiti getur gert kraftaverk.

Góða helgi.

Eiginleikar góðra hlustenda

Einn af mikilvægari eiginleikum sem góðir stjórnendur og leiðtogar þurfa að búa yfir er að vera góðir hlustendur.

Hér er á ferðinni virkilega áhugaverð grein úr Harvard Business Review (2016) sem bendir á að einkenni þeirra sem virkilega kunna að hlusta séu í raun allt önnur en margir halda. Góðir hlustendur eru ekki endilega þeir sem þegja á meðan aðrir tala, kinka kolli og gefa frá sér hvetjandi hljóð eða eru eins og svampar og geta endurtekið orð fyrir orð það sem viðmælandinn sagði.

Góðir hlustendur eru þeir sem þú getur viðrað skoðaðir þínar við og þeir hjálpa þér að öðlast skýrari sýn á eigin markmið. Þeir eru styðjandi og hvetjandi og veita þér innblástur og orku. Greinarhöfundar líkja þeim við trampólín!