Alfa Messan með Öldu Sig, Andrési Jóns og Rakel Guðmunds

Alfa Messan með Öldu Sig, Andrési Jóns og Rakel Guðmunds

Í þessu Alfa hlaðvarpi greina þau Andrés Jónsson, stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í almannatengslum frá Góðum samskiptum, Rakel Guðmundsdóttir sem býr yfir dýrmætri reynslu úr rekstrarstjórnun frá Alfa framtaki og Alda Sigurðardóttir, stjórnendaráðgjafi og þjálfari Vendum viðtöl við þrjá framúrskarandi stjórnendur.

Áhugavert hlaðvarp (e. podcast) fyrir fólk með framfaramiðað hugarfar og áhuga á viðskiptum

Guðmund­ur Hafsteinsson hefur unnið m.a. hjá tveimur verðmætustu fyrirtækjum heims Google og Apple. Hann stýrði þróun Google Maps og einnig raddstýribúnaðinum Siri sem má finna í Iphone símum. Með tímanum þróaðist hann frá því að vera tæknilegur leiðtogi yfir í að hafa mannaforráð. Eins og hann segir í viðtalinu dugir ekki að vera stjórnandi sem segir fólki til heldur þarf að vera leiðtogi. Hann segir starf leiðtogans allt öðruvísi heldur en öll verkfræðinga- og hönnunarstörf og við í Vendum erum innilega sammála honum þar. Ekki láta þetta áhugaverða viðtal framhjá þér fara. Viðtalið er birt með góðfúslegu leyfi Alfa framtakssjóðs.

Viðtal við Öldu í Læknablaðinu

Í vor var tekið viðtal við Öldu um markþjálfun og hvernig má nýta hana á afar áhrifaríkan hátt til að fyrirbyggja kulnun meðal unglækna og fá sjúklinga til að taka í auknum mæli ábyrgð á eigin bata. Viðtalið í heild sinni er birt bæði sem hlaðvarp og í greinarformi á vef Læknablaðsins í júlí/ágúst tölublaðinu.

Brot úr viðtalinu:

„Það er kristaltært að læknar eiga að tileinka sér þessa aðferðafræði,“ segir Alda Sigurðardóttir einn reyndasti mark- og stjórnendaþjálfi landsins. Samskiptatæknin nýtist sérstaklega í stjórnun. „Með því að nýta markþjálfun má ná því besta fram í fólkinu sínu, ná að hámarka afköstin án þess að fólk brenni út, heldur þannig að því líði vel. Þetta er einfaldlega aðferð sem virkar.“

Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfi Vendum á skrifstofu fyrirtækisins í Bolholti 6.

Alda Sigurðardóttir stjórnendaþjálfi Vendum á skrifstofu fyrirtækisins í Bolholti 6.

Árangursrík vald- og verkefnadreifing mikilvæg í leiðtogahlutverkinu

Ein af stærstu áskorunum þeirra sem vinna sig upp úr sérfræðingshlutverki upp í stjórnendahlutverkið er vald- og verkefnadreifing.

Algeng mistök nýrra stjórnenda eru að halda áfram að sinna öllum sínum verkefnum samhliða því að sinna stjórnendahlutverkinu.

Eftir því sem ábyrgðin verður meiri og flóknari er góð hæfni í vald- og verkefnadreifingu það sem skilur á milli þeirra sem ná litlum og miklum árangri í leiðtogahlutverkinu.

Hér er á ferðinni áhugaverð grein eftir Jesse Sostrin, PhD, sem starfar sem stjórnandi hjá PwC’s Leadership Coaching Center of Excellence og hefur einnig gefið út bækur um leiðtogahæfni.

Við mælum með lestri greinarinnar og auk þess námskeiðinu okkar Árangursrík vald- og verkefnadreifing sem er á dagskrá 4. mars.

Hvers vegna missum við drifkraftinn í vinnunni og hvað geta yfirmenn gert til að aðstoða okkur? //Why people loose motivation - and what mangers can do to help

Í þessari áhugaverðu grein eftir Dan Cable prófessor við London Business School sem birtist í Harvard Business Review (2018) er leitast við að útskýra hvers vegna flestir finna fyrir minni drifkrafti og hvatningu í vinnunni einhvern tíma á lífsleiðinni.

Til að átta sig á rót vandans er mikilvægt að skilja að sem mannverur viljum við finna fyrir hvatningu og tilgangi með því sem við gerum. Það er einfaldlega líffræðilegt fyrirbæri og partur að því hver við erum. Það er hluti heila okkar sem kallast leitarkerfi (e. seeking system) sem býr til nátturulega hvata til að tileinka sér nýja færni og taka að sér krefjandi en þroskandi verkefni. Þegar við fylgjum þessum hvötum, fáum við skammt af dópamíni – taugaboðefni sem tengist hvatningu og ánægju – sem lætur okkur sækjast enn frekar eftir slíkum verkefnum. Þegar leitarkerfi heilans eru virkjuð finnum við fyrir meiri hvatningu og tilgangi með lífinu.

Það eru nokkrar leiðir sem yfirmenn geta farið til þess að hjálpa starfsfólki sínu og við mælum með að þið kynnið ykkur efni greinarinnar ef þið viljið fræðast nánar um þær.

Hvað þarf til að vera góður leiðtogi? // What does it take to be a good leader?

Hvað þarf til að vera góður leiðtogi? // What does it take to be a good leader?

Í þessum áhugaverða TED fyrirlestri segir Roselinde Torres frá uppgötvunum sínum eftir að hafa ferðast um heiminn og fylgst með færum leiðtogum að störfum í 25 ár og kynnt sér fjölbreytta leiðtogaþjálfun sem boðið er upp á víða um heim. Hún deilir þremur afar einföldum en mikilvægum spurningum sem leiðtogar framtíðarinnar ættu að spyrja sig að.