Um Vendum

Vendum sérhæfir sig í þjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja ná auknum árangri og nýtir til þess þaulreyndar og árangursríkar aðferðir markþjálfunar (e. executive coaching).

Við leggjum áherslu á að veita bestu mögulegu starfstengdu þjálfunina á Íslandi fyrir starfsmenn, sérfræðinga, stjórnendur og stjórnarmenn, til að þróast áfram í sínu starfi á heilbrigðan og uppbyggjandi hátt. Það auðveldar hverjum og einum að njóta sín til hins ítrasta, en jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt, annað samstarfsfólk og framþróun fyrirtækisins. 

Það gerum við með því að velja hæfa leiðbeinendur sem hafa bæði faglega þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu.

Við bjóðum upp á námskeið, fyrirlestra, ráðgjöf, markþjálfun og ýmsa aðra þjónustu sem auðveldar fólki að vaxa í starfi.


um NAFNIÐ ,,vendum”

Vendum er fleirtölumynd sagnarinnar að venda. Að venda felur í sér umbreytingu og hefur þannig tengsl við stjórnendaþjálfun þar sem lykilorðið er að gera breytingar til að auka árangur einstaklinga og fyrirtækja. Með því að setja sögnina í boðhátt eykst henni kraftur sem knýr til athafna og það eru einmitt þau áhrif sem stjórnendaþjálfun laðar fram.

Nafnið Vendum er rammíslenskt og hefur skírskotun til sjómennsku og siglinga sem hafa í gegnum tíðina verið grundvöllur hagsældar Íslendinga og framþróunar og tengt okkur við umheiminn. Nafnið ber með sér kraft sem felst í því að gripið er til aðgerða, seglum og skipum er vent, til að nýta meðbyr eða forðast áföll í ólgusjó. Gjarnan er talað er um vendipunkt þegar breytingar eiga sér stað og viðsnúningur verður.

  • Að venda og hleypa vindi í seglin má líkja við það að við nýtum til fulls styrkleika okkar og tækifæri til að hámarka árangur.

  • Að venda til að forðast ólgusjó og áföll má líkja við það að við leitum skynsamlegra leiða og beitum útsjónarsemi til að ná því besta sem unnt er út úr stöðunni hverju sinni.

  • Máltækið ,,að venda sínu kvæði í kross” felur í sér breytingar og undirstrikar að oft er nauðsynlegt að hugsa hlutina upp á nýtt til að auka árangur, prófa nýjar leiðir eða leita nýrra tækifæra.

  • Vendum hefur líka tengingu við vefnað. Gjarnan er talað um að venda af röngunni yfir á réttuna. Vendi vísar einnig til þess hvernig þræðir bindast saman í vefnaði. Það er ekki ólíkt því sem gerist í árangursríku samstarfi liðsheilda þar sem ólíkir einstaklingar koma saman og mynda heild sem enginn einstaklingur eða stakur þráður gæti skapað.

  • Það er gömul saga og ný að þeir sem vilja ná framúrskarandi árangri þurfa að leggja meira á sig en aðrir. Það á því vel við að þegar talað er um að vera vendilegur þá er átt við það sem er nákvæmt, ítarlegt og rækilegt. Þegar talað er um að eitthvað sé vel um vent er átt við það sem vel er gert.