Umsagnir viðskiptavina

Ánægja og árangur viðskiptavina eru okkur afar mikilvæg. Við leggjum mikið upp úr persónulegum samskiptum og erum svo heppin að eiga stóran bakhjarl í fjölda ánægðra viðskiptavina sem hafa veitt umsögn um reynslu sína af þjónustu Vendum.

,,Ég hef nýtt mér þjónustu Öldu Sigurðardóttur markþjálfa hjá Vendum í nokkur ár. Þegar ég hitti Öldu fyrst vissi ég ekkert um markþjálfun og skal fúslega viðurkenna að ég mætti svolítið efins á fyrsta fund okkar. Það tók Öldu hins vegar ekki nema 10-15 mínútur að vekja áhuga minn á markþjálfun sem tæki til að efla mig og bæta árangur minn. Alda er einstaklega hæfur markþjálfi enda þrautreynd á því sviði. Hún hefur hjálpað mér að skerpa fókus á þau verkefni sem skipta mestu máli hverju sinni, að setja mér stór markmið og ná þeim. Ég mæli hiklaust með Öldu sem markþjálfa fyrir stjórnendur og raunar alla þá sem vilja bæta árangur sinn í starfi og leik.”
— Sæmundur Sæmundsson, forstjóri Borgunar hf.
,,Alda Sigurðardóttir hjá Vendum hefur um árabil verið samstarfsaðili Landsbankans í stjórnendaþjálfun. Veturinn 2016-2017 fóru allir stjórnendur okkar í gegnum stjórnendaþjálfun hjá Öldu sem var sérsniðin til að styðja hópinn í stefnuinnleiðingu. Þjálfunin samanstóð af námskeiðum og einstaklingsrþjálfun og sú blanda reyndist afar góð til að tryggja markvissa nálgun og yfirfærslu. Þjálfunin fékk mjög góðar viðtökur hjá stjórnendum og samstarfið við Öldu var til fyrirmyndar í gegnum allt ferlið; í þarfagreiningu, við hönnun þjálfunar, skipulag, framkvæmd, mælingar og eftirfylgni. Alda hefur sérlega yfirgripsmikla þekkingu á stjórnun og einstaka hæfileika til að miðla með fjölbreyttum hætti. Þannig getur hún aðlagað sig að mismunandi þörfum og hitt beint í mark hjá hverjum og einum.”
— Halla Jónsdótir fræðslustjóri Landsbankans 2012-2018 og Baldur Gísli Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans.
,,Markþjálfun hefur reynst mér vel í starfi og einkalífi. Þjálfunin hefur verið fjölbreytt og skapað svigrúm til að skerpa áherslur á mikilvæg verkefni og öðlast betri yfirsýn. Ennfremur hefur þjálfunin hjálpað mér að setja mér markmið og þjálfað mig í aðferðum til að ná þeim. Mitt mat er að markþjálfun hafi bætt hæfni mína sem stjórnanda. Þjálfunin er ekki síður mikilvæg fyrir mig persónulega en með aðstoð Öldu hefur mér tekist að skerpa á gildum mínum, markmiðum og ná fókus á það mikilvæga í lífinu.”
— Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar.
,,Yfirgripsmikil reynsla Öldu skín í gegn í störfum hennar sem markþjálfi. Sem ráðgjafi og stjórnandi hef ég mikla reynslu af störfum hennar og hefur það samstarf verið einstaklega farsælt. Alda er mikill fagmaður með mjög góða innsýn í störf og áskoranir stjórnenda. Markþjálfun Öldu hefur reynst einn af lykilþáttum í mörgum krefjandi breytingaverkefnum sem ég hef unnið að bæði sem stjórnandi og ráðgjafi. Námskeið Öldu eru í senn lifandi, skemmtileg og krefjandi.
— Aðalheiður Sigursveinsdóttir, mannauðsstjóri Þjóðskrár Íslands.
,,Ég hef sent fjölda stjórnenda til Öldu frá árinu 2011. Alda er frábær markþjálfi, árangursmiðuð og fagleg fram í fingurgóma. Ég gef henni mín bestu meðmæli!”
— Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Origo.
,,Stjórnendur og lykilstarfsmenn Öskju voru í stjórnendaþjálfun hjá Öldu í Vendum haustið 2018. Þjálfunin hjá Öldu var mjög hagnýt. Það felst áskorun í því að bjóða upp á þjálfun fyrir þrautreynda stjórnendur sem eru iðulega aðþrengdir í tíma. Öldu tekst ákaflega vel að gera hvern tíma áhugaverðan, gagnlegan og skemmtilegan“.
— Berglind Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri bílaumboðsins Öskju.
,,I first met Alda in the year 2011 and have worked with her regularly over the past few years and can highly recommend her as a leadership coach. She is professional, very good listener and has the ability to define and reflect every situation in critical but very constructive way. Every conversation brings broader vision and new tools to each task. Working with Alda has both strengthened me and developed me as a leader in a highly demanding environment.“
— Vilborg Sigurðardóttir, MD. Associate Professor, Department of Cardiology. University Hospital Bern. Switzerland. Until 2011 Chief at the Heart Transplant Centre, Sahlgrenska University Hospital in Gothenburg, Sweden.
,,I warmly recommend Alda as an executive coach. Through our discussions I was better able to clarify priorities and goals – and to reach the goals effectively. We quickly developed mutual trust and Alda provided insightful and practical tools that challenge you to go out of the comfort zone and see common issues in a new light.”
— Adalsteinn Leifsson, Director, European Free Trade Association
,,I have had the pleasure of working with Alda, first at the Royal Institute of Stockholm and then again conducting visioning sessions for the conference ’Commoning the City, the Stockholm Conference’. Alda was not only extremely professional and responsible, but also enthusiastic and full of energy, making everybody excited about the common work. She has a great know how of managing workshops, both in practical terms, but also psychologically. I do recommend her warmly.”
— Henrietta Palmer, professor of Urban Design, Chalmers University of Technology, Deputy Scientific Director, Mistra Urban Futures.

Ef þú vilt veita umsögn um þjónustu Vendum máttu gjarnan senda okkur tölvupóst á netfangið vendum@vendum.is