STJÓRNENDAÞJÁLFI VENDUM


Alda Sigurðardóttir

Stjórnendaþjálfi / Executive & leadership coach

Alda Sigurðardóttir

Alda er stofnandi og eigandi Vendum. Hún starfar sem ACC stjórnendaþjálfi og hefur mikla reynslu af einstaklings- og hópþjálfun, fundarstjórnun, námskeiðum og fyrirlestrahaldi. Alda hefur þjálfað hundruði stjórnenda síðastliðin 8 ár og er með viðskiptavini í 10 löndum.

Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og starfaði m.a. sem aðstoðarmaður rektors (e. executive assistant) Háskólans í Reykjavík með Dr. Svöfu Grönfeldt og svo síðar Dr. Ara Kristni Jónssyni. Þar áður starfaði hún sem kynningar- og samskiptastjóri skólans undir forystu Dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Hún starfaði einnig sem viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ, fræðslustjóri VR og stundakennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands ásamt því að kenna við Opna háskólann í HR.

Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum sl. 15 ár. Hún sat í stjórn Heilsugæslu Reykjavíkur (nú Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins), var varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, stjórnarformaður Menntar, sat í stjórnun ICF fagsamtaka markþjálfa á Íslandi og margt og fleira.

Alda er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, er stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk námi í stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) frá Opna Háskólanum í HR og Corporate Coach University árið 2010. Alda hefur alþjóðlega ACC vottun frá ICF (e. International Coach Federation) sem eru stærstu alþjóðlegu fagsamtök markþjálfa.

Netfang Öldu er alda@vendum.is og sími 662 0330.


SAMSTARFSAÐILAR VENDUM

Anna María Þorvaldsdóttir

Stjórnendaþjálfi / Executive coach

Anna María.jpg

Anna María starfar sem ACC stjórnendaþjálfi Vendum. Hún hefur mikla reynslu af markþjálfun bæði fyrir einstaklinga og hópa og hefur einnig komið að námskeiða- og fyrirlestrahaldi. Anna María hefur einnig reynslu af handleiðslu markþjálfun (e. mentor coaching) fyrir aðila sem eru í markþjálfunarnámi.

Anna María hefur áratuga langa reynslu og þekkingu á sviði mannauðs- og og gæðastjórnunar og hefur m.a. starfað um árabil sem mannauðsstjóri og gæðastjóri bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hún hefur innnsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis en hún hefur starfað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, vöruflutningum, framleiðslu, upplýsingatækni, hjá verktakafyrirtækjum og fl.  

Anna María var einn af stofnendum ICF fagsamtaka markþjálfa á Íslandi á árunum 2015-2016 og gegndi fyrst um sinn varaformennsku og svo formennsku félagsins á árunum 2016-2017. Þá hafði hún einnig setið í stjórn ICF í Noregi frá 2013-2015. Anna María hefur lokið prófi með 1. einkunn í vottun jafnlaunakerfa frá Velferðarráðuneytinu og hefur áralanga reynslu af gæðastjórnun svo og vinnu við starfaflokkun og launagreiningar. 

Anna María lærði markaðshagfræði í Álaborg í Danmörku og hefur setið fjölmörg námskeið á sviði mannauðs- og gæðastjórnunar. Hún er með ACC vottun frá ICF (e. International Coach Federation) sem eru stærstu alþjóðlegu fagsamtök markþjálfa. 

Netfang Önnu Maríu er annamaria@vendum.is og sími 847 3777.


Elín Gränz

Stjórnendaþjálfi / Executive coach

Elín Granz_löng klippt fyrir vefsíðu.jpg

Elín starfar sem mannauðsstjóri Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúss auk þess að vera ráðgjafi hjá Vendum. Elín hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu og starfaði áður sem framkvæmdastjóri mannauðs og innri þjónustu hjá Opnum Kerfum. 

Á 12 ára ferli hennar hjá félaginu sinnti hún margvíslegum hlutverkum eins og  innleiðingu á CRM og gæðakerfum hjá fyrirtækjum, uppbyggingu á verkefnastýringu félagsins ásamt því að bera ábyrgð á fyrstu ISO 27001 vottunninni. Einnig var hún tímabundið yfir vöru- og hugbúnaðarsviði í breytingarferli félagsins. Þar áður var hún viðskiptastjóri hjá Intrum Justitia og rak eigin sportvöruverslun. Elín er uppalin í hótelbransanum og starfaði á sínum yngri árum m.a. hjá hótel Örk, Hótel Valhöll, Hótel Holti og Hótel Am Sachengang í Austurríki.  Elín sótti mikið í reynslu erlendis og dvaldi sem AU pair í Frakklandi í tæpt ár og sem skiptinemi í Bandaríkjunum tvær annir sem hún segir hafi víkkað sjóndeildarhringinn sinn í leik og starfi. 

Elín lauk meistaranámi í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2011(ritgerð ólokið), MBA með áherslu á Nordic Leadership frá CBS í Kaupmannahöfn 2006 og viðskiptafræði með áherslu á alþjóða markaðsfræði frá HR 2001. Elín útskrifaðist sem stjórnendamarkþjálfi frá Opna háskólanum og Coach University vorið 2018 og vinnur að ACC vottun frá ICF sem er góð viðbót við störf hennar sem mannauðsstjóri og einlægan áhuga á að sjá fólk og fyrirtæki ná árangri.

Elín einbeitir sér að stjórnendum og starfsmönnum sem vilja ná auknum árangri í lífi og starfi ásamt hópmarkþjálfun þar sem hópur er að leysa ákveðin verkefni eða byggja upp liðsheild svo fátt eitt sé nefnt.

Ef þú vilt hafa samband við Elínu geturðu haft samband í gegnum vendum@vendum.is.

Sóley Jónsdóttir

Sérverkefni

vendum_soley_heimasida.jpg

Sóley hefur umsjón með samfélagsmiðlum og öðrum markaðsmálum ásamt því að koma að sérverkefnum.

Sóley starfar nú í mannauðsdeild Íbúðalánasjóðs og hefur áður starfað í sex ár hjá Opna háskólanum í HR sem verkefnastjóri og sérfræðingur í markaðsmálum. Sóley hefur einnig starfað sem nýsköpunarráðgjafi hjá Innovit (nú Icelandic Startups) og sem vefstjóri og markaðssérfræðingur Krabbameinsfélags Íslands.

Sóley er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði og BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hún einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) frá Opna háskólanum í HR og Coach University og setið ýmis námskeið og ráðstefnur á sínu sviði.

Hægt er að hafa samband við Sóleyju með því að senda fyrirspurn á netfangið vendum@vendum.is


KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR

Markaðsstjóri og annar eigandi OZZ markaðshúss ehf.

Katrín M. Guðjónsdóttir_.jpg

Katrín er MBA, viðskipta- og markaðsfræðingur og hefur góða reynslu úr viðskiptalífinu, með áherslu á markaðsmál, branding, stjórnun og stefnumótun. Katrín hefur unnið að mörkunnarvinnu og heildarstefnumótun fyrir Símann, N1, Innnes og Skeljung. Hef haft lagt áherslu á þróun markaða og leiðir sem auka virði til viðskiptavina.

Netfang Katrínar er katrin@ozz.is


RÁÐGJAFARÁÐ VENDUM

Með öflugu ráðgjafaráði tryggir Vendum gæði þjónustu sinnar og árangur viðskiptavina sinna. Ráðgjafaráðið fundar reglulega með eigendum Vendum.

cheryl smith.jpg


Cheryl Smith, Master Certified Coach (MCC). Cheryl er annar stofnenda Leadscape Learning, samstarfsaðila Vendum. Hún hefur áratuga stjórnunarreynslu, lengst af hjá IBM. Cheryl hefur verið aðalleiðbeinandi í námi í markþjálfun í HR frá árinu 2010. Nánari upplýsingar um Cheryl má finna hér.hilary oliver.jpg

Hilary Oliver, Professional Certified Coach (PCC). Hilary var forseti ICF í Bretlandi árið 2012 en er nú formaður alþjóðalegrar stjórnar ICF. Hún hefur mikla reynslu sem stjórnandi, m.a. sem sölustjóri IBM í Bretlandi, framkvæmdastjóri hjá Safetynet og mannauðsstjóri hjá 4Front Services. Hilary hefur verið leiðbeinandi í námi í markþjálfun í HR frá 2012. Nánari upplýsingar um Hilary má finna hér.