Styrkir frá stéttarfélögum

Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið. Styrkur getur numið allt að 90% af námskeiðsgjöldum ef um er að ræða lengri námskeið. Upphæð styrks er þó mismunandi milli stéttarfélaga og fer einnig eftir tegund náms.

Hér að neðan eru tengingar á vefsíður stéttarfélaga þar sem nálgast má upplýsingar um styrki. 
Vendum hvetur þátttakendur á námskeiðum eindregið til þess að kynna sér hvaða styrkjum þeir eiga rétt á og nýta þá eins og kostur er.  

Ef óskað er eftir kvittun fyrir námskeiðsgjöldum vegna endurgreiðslu styrks úr stéttarfélagi, vinsamlegast sendið beiðni á netfangið vendum@vendum.is og tilgreinið nafn þátttakanda, kennitölu og heiti námskeiðs.