Hvað er stjórnendaþjálfun?

Stjórnendaþjálfun sem nefnist executive coaching á ensku er einstaklega áhrifarík leið til að hjálpa fólki að ná meiri og markvissari árangri í lífi og starfi. Aðferðafræði stjórnendaþjálfunar byggir á viðurkenndri viðtalstækni sem beitt er á sérstakan hátt með það að markmiði að laða fram það besta í stjórnendum. Viðskiptavinur, stundum nefndur markþegi velur ákveðið viðfangsefni eða tilgreinir áskorun sem hann vill fá aðstoð stjórnendaþjálfans við. Stjórnendaþjálfinn spyr viðskiptavininn krefjandi spurninga og hjálpar honum að finna sjálfur leiðina að eigin svörum.

Þó að stjórnendur séu að sjálfsögðu mannlegir og standi oft frammi fyrir sambærilegum áskorunum og aðrir starfsmenn fyrirtækja þá er staðreyndin sú að ákveðnar áskoranir eru algengangi en aðrar hjá stjórnendum. Dæmi um áskoranir sem stjórnendur standa oft frammi fyrir eru t.d. vald- og verkefnadreifing, úrlausn ágreiningsmála, samskipti við hagsmunaaðila og svo framvegis.

hvernig fer stjórnendaþjálfun fram?

Stjórnendaþjálfun byggir á reglubundnum samtölum stjórnenda við stjórnendaþjálfa. Viðskiptavinurinn velur sér viðfangsefni og stjórnendaþjálfinn leggur fyrir hann krefjandi spurningar sem hjálpa honum að setja sér markmið, efla styrkleika sína og finna áhrifaríkar lausnir. Stjórnendaþjálfinn veitir stuðning, aðhald og hvatningu við að gera breytingar og festa nýja starfshætti og venjur í sessi auk þess að skora á viðteknar venjur og vinnubrögð.

  • Þjálfunin er alltaf sérsniðin út frá veruleika og þörfum hvers og eins.

  • Lengd samstarfsins ræðst af umfangi verkefnisins en algengt er að stjórnendaþjálfi og viðskiptavinur hittist á tveggja vikna fresti um nokkurra mánaða skeið. Tíminn sem í þjálfunina fer er því ekki mikill en ávinningurinn þeim mun meiri.

  • Fyllsta trúnaðar er gætt og þjálfarar Vendum starfa eftir ströngum siðareglum International Coach Federation (ICF) sem má nálgast hér.

Ef þú vilt bóka tíma í stjórnendamarkþjálfun, vinsamlegast sendu póst á vendum@vendum.is