Námslínur

Vendum býður upp á lengri námslínur sem ætlaðar eru stjórnendum eða sérfræðingum til að efla persónulega færni sína og leiðtogahæfni. Námslínurnar eru allt frá 12 klst. í lengd.

Mjög margir kannast við að finna fyrir frammistöðukvíða þegar kemur að því að halda kynningar eða koma fram opinberlega. Námskeiðsröðin er þrískipt og sérsniðin að þörfum þeirra sem vilja heildstæða þjálfun í því að koma fram og eiga innihaldsrík samskipti við annað fólk. Farið er í áhrifaríkar kynningar, skilvirka fundarstjórnun og ýmis hagnýt ráð í samskiptum.


Á námskeiðinu er farið í gegnum áhrifarík samskipti og teymisvinnu sem skilar árangri.  Kenndar verðar þaulreyndar aðferðir í samskiptum sem byggja upp traust, þar sem áhersla er lögð á virka hlustun, spurningatækni og hvernig best sé að koma hlutum frá sér þannig að allir séu á sömu blaðsíðu. Farið verður yfir hvernig best sé að nálgast ólíka einstaklingum í samskiptum og með sérstaka áherslu á erfiða eða krefjandi einstaklinga í hópi. Rík áhersla verður lögð á hagnýt ráð sem að stjórnendur geta nýtt sér strax að loknu námskeiðinu.


Sérstakt námskeið ætlað konum sem vilja byggja upp sjálfstraust sitt í stjórnun og auka leiðtogafærni sína. Farið er yfir fjölbreytta þætti stjórnunar og sérstök áhersla lögð á persónulega og faglega styrkingu. Farið er yfir áhrifaríka samtalstækni, hvernig takast má við krefjandi einstaklinga, átakafælni og hvernig best sé að taka sér pláss þannig að manni líði vel með það. Sérstök áhersla verður lögð á að takast á við krefjandi aðstæður af öryggi og yfirvegun.


Farið er yfir grunnþætti markþjálfunar en einnig verða lagðar fram fjölbreyttar og hagnýtar æfingar til þess að þátttakendur öðlist sjálfstraust til þess að beita aðferðafræðinni á raunverulegar áskoranir eða viðfangsefni í eigin lífi. Vinnustofan er ekki ætluð þeim sem hafa hug á því að starfa við markþjálfun sem fag, heldur eingöngu þeim sem vilja öðlast þekkingu til þess að beita markþjálfun á árangursíkan hátt í lífi og starfi.


stjórnun og rekstur ríkisstofnana.jpg

STJÓRNUN OG REKSTUR RÍKISSTOFNANA

Stjórnendur í opinbera geiranum standa oft á tíðum frammi fyrir öðrum áskorunum en stjórnendur í einkageiranum. Oft er flækjustig og skriffinska meiri en í einkageiranum og ákveðin tregða til breytinga ríkjandi vegna strangs regluverks. Í námslínunni er farið yfir hagnýt atriði sem snúa að stjórnun og rekstri, fjallað um algengar áskoranir þess að stýra í ströngu regluverki og hvernig stjórnendur geta náð fram sem mestum árangri í störfum sínum.


Nánari upplýsingar um námslínur Vendum eru veittar í gegnum netfangið vendum@vendum.is

logo kortafyrirtækja uppröðun.JPG