námskeiðsmat vendum

Vendum leggur mikið upp úr góðum samskiptum við viðskiptavini sína og er annt um að þjónustan skili þeim raunverulegum ávinningi.

Í lok námskeiða Vendum er lagt fyrir rafrænt námskeiðsmat sem hefur það meginmarkmið að mæla heildarupplifun þátttakenda af námskeiðinu.

Spurningar í námskeiðsmati Vendum snúa að gildum fyrirtækisins Fagmennsku - Ástríðu - Árangri og niðurstöðum námskeiðsmatsins er ætlað að varpa ljósi á hversu vel tekst til hverju sinni.

Meðaltal námskeiðsmats hvers og eins námskeiðs verður sett inn á námskeiðsvef Vendum. Ef um er að ræða fyrirtækjanámskeið fær tengiliður fyrirtækis sendar niðurstöður námskeiðsmats í kjölfar námskeiðs.


Ómetanlegt að hafa einhvern í „þínu horni“ sem hefur engra hagsmuna að gæta og hjálpar þér að finna þínar eigin lausnir.
— Ummæli viðskiptavinar sem hefur nýtt sér þjónustu Vendum.