Námskeið

Vendum hefur um árabil boðið upp á sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki á sviði persónulegrar stefnumótunar og leiðtogahæfni og hafa þau verið vel sótt og hlotið góða dóma. Lögð hefur verið rík áhersla á að sérsníða námskeið eftir þörfum hvers fyrirtækis eða stofnunar, bæði í lengd og innihaldi.

Á öllum námskeiðum Vendum hefur jafnframt verið áhersla á virka þátttöku, raunhæf dæmi, skemmtilegar æfingar og tengingu við veruleika þátttakenda í hvert sinn til að hámarka árangur og yfirfærslu þekkingar á dagleg störf.  

Vendum hefur nú útvíkkað námsframboð sitt umtalsvert og býður frá og með vörönn 2019 upp á eftirfarandi námskeið.


vorönn 2019

24. maí

Jafningjastjórnun II_minnkuð.jpg

Sjálfstætt framhaldsnámskeið námskeiðsins Jafningjastjórnun I. Námskeiðið er ætlað stjórnendum sem vilja hámarka árangur sinn og laða fram það besta í starfsfólkinu sínu. Farið verður í gegnum áhrifarík samskipti og teymisvinnu sem skilar árangri.

4. júní

Samtöl_klippt.jpg

að stýra samtölum á árangursríkan og uppbyggjandi hátt

Leitast verður við að styrkja stjórnendur í því að stýra krefjandi samtölum á áhrifaríkan hátt. S.s. ráðningarviðtöl, regluleg starfsmannasamtöl og uppsagnir starfsmanna. Aðferðafræði markþjálfunar er notuð til að spyrja réttu spurninganna og virkja viðmælandann á uppbyggjandi hátt.

Haustönn 2019

3. september

Skilvirk tímastjórnun fyrir stjórnendur.jpg

skilvirk tímastjórnun

Á þessu námskeiði er farið yfir hagnýt ráð varðandi skipulag, skilvirkni, verkefnadreifingu, forgangsröðun, vinnulag og algenga tímaþjófa sem auðvelda einstaklingum að ná auknum árangri og huga að vellíðan á sama tíma.

5. september

Markþjálfunarnámskeið fyrir stjórnendur_klippt.jpg

Markþjálfunarnámskeið fyrir stjórnendur

Lögð er áhersla á að kynna grunnatriði markþjálfunar sem stjórntækis, en það er mjög árangursrík leið til að efla stjórnendur í hinni daglegu stjórnun. Áhersla verður á hagnýtar aðferðir í samtalstækni, virka hlustun og spurningatækni.

12. september

Jafningjastjórnun_minnkuð.jpg

jafningjastjórnun i

Á námskeiðinu er farið í gegnum þær áskoranir sem fylgja því að stjórna jafningjum og hvernig best sé að hámarka frammistöðu á manneskjulegan hátt. Farið er í gegnum áhrifaríkar leiðir til skilvirkra samskipta, hvatningu og hvernig best sé að veita jákvæða endurgjöf þannig að hún sé ekki yfirborðskennd.

23. september

Hrós, hvatning og leiðréttandi endurgjöf_minnkuð.jpg

hrós, hvatning og leiðréttandi endurgjöf

Á þessu hagnýta námskeiði er farið það hvernig á að hrósa starfsfólki á innihaldsríkan og hvetjandi hátt og leiðrétta hegðun án þess að draga úr frumkvæði, innri hvatningu og skuldbindingu.

24. september

Vinnustofa fyrir Mannauðsstjóra.jpg

Farið verður yfir hagnýtar og þaulreyndar aðferðir sem nýtast þeim sem starfa í mannauðsmálum, kennd aðferðafræði markþjálfunar auk áhrifaríkra aðferða til þess að veita uppbyggilega og árangursríka endurgjöf.

9. október

Markþjálfun í lífi og starfi_minnkuð.jpg

markþjálfun í lífi og starfi

Þriggja daga vinnustofa ætluð þeim sem vilja tileinka sér aðferðafræði markþjálfunar og nýta hana í lífi og starfi. Aðferðafræðin nýtist á öllum sviðum lífsins, hvort sem það er í persónulegri stefnumótun, tiltekt í eigin lífi, frekari starfsþróun eða til að laða fram það besta í sjálfum sér og öðrum.

10. október

Jafningjastjórnun II_minnkuð.jpg

jafningjastjórnun II

Sjálfstætt framhaldsnámskeið námskeiðsins Jafningjastjórnun I. Námskeiðið er ætlað stjórnendum sem vilja hámarka árangur sinn og laða fram það besta í starfsfólkinu sínu. Farið verður í gegnum áhrifarík samskipti og teymisvinnu sem skilar árangri.

logo kortafyrirtækja uppröðun.JPG