Að stýra samtölum á árangursríkan og uppbyggjandi hátt

-Ráðningarviðtöl, starfsmannasamtöl og uppsagnir 

UM NÁMSKEIÐIÐ

Á námskeiðinu er leitast við að styrkja stjórnendur í því að stýra samtölum á áhrifaríkan hátt. Er þar átt við mikilvæg og oft á tíðum krefjandi samtöl sem stjórnendur þurfa að taka í starfi sínu s.s. ráðningarviðtöl, regluleg starfsmannasamtöl og uppsagnir starfsmanna. Aðferðafræði markþjálfunar er notuð til að spyrja réttu spurninganna og virkja viðmælandann á uppbyggjandi hátt. Farið er yfir hin ýmsu hlutverk í mismunandi samtölum og greint hverju þau eigi að skila fyrir báða aðila.

Markhópur námskeiðsins eru nýir stjórnendur sem hafa takmarkaða reynslu af stjórnendahlutverkinu. Námskeiðið hentar mjög vel þeim sem vilja styrkja sig og öðlast aukið sjálfstraust til að stíga inn í krefjandi samtöl og gera það á manneskjulegan og uppbyggilegan hátt. 


ÁVINNINGUR 

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að:

  • Geta farið inn í mikilvæg samtöl af öryggi

  • Geta stjórnað samtölum á áhrifaríkan hátt

  • Geta skipulagt samtöl og skilgreint tilgang þeirra

  • Geta átt árangursrík samtöl

  • Geta farið af öryggi inn í nauðsynleg samtöl s.s. uppsagnir 


UMSAGNIR ÞÁTTTAKENDA

,,Mjög flott námskeið, uppsetningin var flott og námsefnið sett upp á skilmerkilegan hátt. Ég lærði mikið á námskeiðinu sem ég mun nýta mér í starfi. Mæli 100% með þessu námskeiði"

- Jenna Kristín Jensdóttir, verkefnastjóri Aviör.

,,Mjög flott námskeið, alltaf gott að fara yfir þessa hluti."

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Anna María Þorvaldsdóttir starfar sem ACC stjórnendaþjálfi Vendum. Hún hefur mikla reynslu af markþjálfun bæði fyrir einstaklinga og hópa og hefur einnig komið að námskeiða- og fyrirlestrahaldi. Anna María hefur einnig reynslu af handleiðslu markþjálfun (e. mentor coaching) fyrir aðila sem eru í markþjálfunarnámi. Anna María hefur áratuga langa reynslu og þekkingu á sviði mannauðs- og og gæðastjórnunar og hefur m.a. starfað um árabil sem mannauðsstjóri og gæðastjóri bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hún hefur innnsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis en hún hefur starfað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, vöruflutningum, framleiðslu, upplýsingatækni, hjá verktakafyrirtækjum og fl. Anna María var einn af stofnendum ICF fagsamtaka markþjálfa á Íslandi á árunum 2015-2016 og gegndi fyrst um sinn varaformennsku og svo formennsku félagsins á árunum 2016-2017. Þá hafði hún einnig setið í stjórn ICF í Noregi frá 2013-2015. Anna María hefur lokið prófi með 1. einkunn í vottun jafnlaunakerfa frá Velferðarráðuneytinu og hefur áralanga reynslu af gæðastjórnun svo og vinnu við starfaflokkun og launagreiningar.  Anna María lærði markaðshagfræði í Álaborg í Danmörku og hefur setið fjölmörg námskeið á sviði mannauðs- og gæðastjórnunar. Hún er með ACC vottun frá ICF (e. International Coach Federation) sem eru stærstu alþjóðlegu fagsamtök markþjálfa.  

SKIPULAG NÁMSKEIÐS

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 4. júní kl. 9:00-12:30.

Lengd:
 3,5 klst. + 1 klst. einstaklingsmarkþjálfun til eftirfylgni

Staðsetning: Nánar auglýst síðar.

Verð: 54.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.