Markþjálfunarnámskeið fyrir stjórnendur

UM NÁMSKEIÐIÐ

Eitt af fjölmörgum hlutverkum stjórnenda er að styðja starfsfólk í ákvarðanatöku og ýmsum áskorunum sem upp koma.

Metnaðarfullir stjórnendur vilja byggja upp traust í samskiptum sínum við starfsmenn, auka skuldbindingu þeirra á sama tíma og þeir vilja sjá þá eflast og vaxa í starfi. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á að kynna markþjálfun sem stjórntæki, en það er ein árangursríkasta leiðin til að efla stjórnendur í hinni daglegu stjórnun. Á námskeiðinu læra stjórnendur grunnatriði markþjálfunar (e. coaching) þar sem lögð verður áhersla á hagnýtar aðferðir í samtalstækni, virka hlustun og spurningatækni. 

ÁVINNINGUR

Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að:

  • Finna aukið sjálfstraust og samskiptahæfni, sérstaklega í krefjandi málum.

  • Hafa öðlast færni í að auka frumkvæði og fylgja málum betur eftir við starfsmenn og auka þannig líkur á að ná markmiðum.

  • Hafa meiri tími til að sinna þeim málum sem raunverulega skipta máli.
     

Námskeiðið er ekki ætlað þeim sem hafa hug á því að starfa við markþjálfun sem fag, heldur eingöngu þeim sem vilja öðlast þekkingu til þess að beita markþjálfun á árangursríkan hátt í stjórnendahlutverkinu og lífinu almennt.

 

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfi Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár, er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel. Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR. Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

SKIPULAG

Námskeiðið er næst á dagskrá 2020 á eftirfarandi tíma:

Kennsla fer fram þriðjudaginn 18. febrúar frá kl. 09:00-16:00.

Lengd:
 7 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 64.900 kr 

Hámarksfjöldi er 13 manns svo allir þátttakendum fái notið sín í umræðum og æfingum. 

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, hádegisverður, síðdegishressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.