Þín heilsa - þitt líf

Lærðu að þekkja sjálfa(n) þig – enn betur 

SKIPULAG NÁMSKEIÐS

Í vaxandi mæli er starfsfólk frá vinnu í styttri og lengri tíma vegna álags í starfi og einkalífi. Kröfur eru gerðar til aukinna afkasta í vinnu, krafa frá samfélaginu að taka þátt í ýmsum félagsstörfum ásamt því að sinna sjálfum sér líkamlega og andlega. Ef einstaklingar eru undir langvarandi álagi og hundsa viðvörunarbjöllur líkamans til lengri tíma getur þyrmt yfir einstaklinginn og viðkomandi fer í tilfinningalegt þrot.

Á þessu námskeiði er farið yfir hagnýt ráð varðandi einkenni of mikillar streitu, kulnunar, stress og álags til þess að auðvelda einstaklingnum að þekkja sitt lífsmunstur og fá tækifæri og verkfæri til þess að endurstilla og snúa lífsstíl á þann hátt sem sóst er eftir. Þátttakendur setja sér SMART markmið sem þeir vinna svo áfram með að námskeiði loknu.

Þáttakendum stendur einnig til boða að kaupa sér staka tíma í markþjálfun til eftirfylgni hjá leiðbeinanda námskeiðsins sem er ACC vottaður markþjálfi. Þátttakendur námskeiðsins fá sérstök kjör á markþjálfun.

Námskeiðið hentar sérfræðingum og/eða stjórnendum sem eru undir miklu álagi, finna jafnvel fyrir einkennum of mikillar streitu og vilja fyrirbyggja það að lenda í tilfinningalegu þroti.

ÁVINNINGUR

 Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Hafa komið auga á og skilgreint sitt eigið lífsmunstur

  • Hafa lært að þekkja eigin mörk

  • Hafa öðlast getu til þess að bera ábyrgð á og skapa eigin vellíðan

  • Hafa fengið í hendur öflug verkfæri og kunna að beita þeim á árangursríkan hátt

  

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Anna María Þorvaldsdóttir starfar sem ACC stjórnendaþjálfi Vendum. Hún hefur mikla reynslu af markþjálfun bæði fyrir einstaklinga og hópa og hefur einnig komið að námskeiða- og fyrirlestrahaldi. Anna María hefur einnig reynslu af handleiðslu markþjálfun (e. mentor coaching) fyrir aðila sem eru í markþjálfunarnámi. Anna María hefur áratuga langa reynslu og þekkingu á sviði mannauðs- og og gæðastjórnunar og hefur m.a. starfað um árabil sem mannauðsstjóri og gæðastjóri bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Hún hefur innnsýn í fjölbreytt fyrirtækjaumhverfi bæði hérlendis og erlendis en hún hefur starfað hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, vöruflutningum, framleiðslu, upplýsingatækni, hjá verktakafyrirtækjum og fl. Anna María var einn af stofnendum ICF fagsamtaka markþjálfa á Íslandi á árunum 2015-2016 og gegndi fyrst um sinn varaformennsku og svo formennsku félagsins á árunum 2016-2017. Þá hafði hún einnig setið í stjórn ICF í Noregi frá 2013-2015. Anna María hefur lokið prófi í vottun jafnlaunakerfa frá Velferðarráðuneytinu og hefur áralanga reynslu af gæðastjórnun svo og vinnu við starfaflokkun og launagreiningar.  Anna María lærði markaðshagfræði í Álaborg í Danmörku og hefur setið fjölmörg námskeið á sviði mannauðs- og gæðastjórnunar. Hún er með ACC vottun frá ICF (e. International Coach Federation) sem eru stærstu alþjóðlegu fagsamtök markþjálfa. 

Anna María fór í tilfinningalegt þrot á Þorláksmessu 2016. Jafnt og þétt hafði álag í vinnu og einkalífi aukist til muna án þess að hún gerði sér grein fyrir að það var orðið of mikið. Henni hefur tekist að vinna sig út úr þessari reynslu með aðstoð fagfólks og aðferðarfræði markþjálfunar. En hún notaði markvisst mörg verkfæri markþjálfunar til þess að ná aftur tökum og ábyrgð á eigin lífi.

SKIPULAG NÁMSKEIÐS

Tími: Kennsla fer fram á eftirfarandi tímum:

Þriðjudaginn 21. maí frá kl. 09:00-12:00.

Þriðjudaginn 28. maí frá kl. 9:00-12:00

Lengd:
 2 x 3 klst.

Staðsetning: Nánar auglýst síðar.

Verð: 54.900 kr

Þáttakendum stendur einnig til boða að kaupa sér staka tíma í markþjálfun til eftirfylgni hjá leiðbeinanda námskeiðsins sem er ACC vottaður markþjálfi. Þátttakendur námskeiðsins fá sérstök kjör á markþjálfun.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.