Skilvirk tímastjórnun

Um námskeiðið 

Í umræðunni um bæði styttingu vinnuvikunnar og aukna hættu á kulnun starfsfólks er ein algengasta áskorun starfsfólks að nýta tímann sinn vel og forgangsraða verkefnum án þess að það komi niður á andlegri heilsu. Á þessu námskeiði er farið yfir hagnýt ráð varðandi skipulag, skilvirkni, verkefnadreifingu, forgangsröðun, vinnulag og algenga tímaþjófa sem auðvelda einstaklingum að ná auknum árangri á manneskjulegan hátt.


Ávinningur

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

• Geta aukið framleiðni án þess að finna fyrir kulnunareinkennum.

• Geta forgangsraðað og lagt áherslu á mikilvægustu verkefnin.

• Hafa öðlast færni í að dreifa verkefnum á árangursríkan hátt.

• Þekkja helstu tímaþjófa og hvernig vinna má með þá.

• Hafa aukið samræmingu starfs og einkalífs

• Upplifa minni streitu og meiri verkgleði


UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfi Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár og er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel. Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR. Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

Hvað segja þátttakendur um námskeiðið?

,,Námskeiðið fannst mér algjör snilld og mjög margt gagnlegt sem ég fór að nýta um leið og ég kom af námskeiðinu.”

,,Mjög praktískt námskeið. Flott í alla staði.”

SKIPULAG

Kennsla fer næst fram á eftirfarandi tímum:

  • Mánudaginn 13. janúar frá kl. 9:00-12:00

  • Mánudaginn 20. janúar frá kl. 9:00-12:00

Lengd: 6 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 39.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.