Markþjálfun fyrir mannauðsfólk

UM VINNUSTOFUNA

Eitt að hlutverkum þeirra sem starfa í mannauðsmálum fyrirtækja er að styðja stjórnendur í að takast á við þær áskoranir sem þeir standa frammi fyrir. Á þessari vinnustofu verður farið yfir hagnýtar og þaulreyndar aðferðir sem nýtast mannauðsfólki í daglegum störfum þeirra. Þar má nefna stefnumiðaða samtalstækni sem einnig kallast markþjálfun og er aðferðafræði sem hreyfir stjórnendur áfram í þá átt sem hentar þeirra stjórnendastíl, verkefnum og aðstæðum. Þar sem að einn af algengustu veikleikum stjórnenda er að gefa endurgjöf (skv. vinnustaðagreiningum) þá verður lögð sérstök áhersla á að auðvelda mannauðsstjórum að leiðbeina sínum stjórnendum hvernig best sé að hrósa, hvetja og leiðrétta hegðun á manneskjulegan og uppbyggilegan hátt. Einnig verður farið yfir hvernig best sé að tækla stjórnendur sem eru með yfirgang eða jafnvel eineltistilburði gagnvart starfsfólki sínu.


ÁVINNINGUR

Að vinnustofunni lokinni ættu þátttakendur að:

  • Þekkja og hafa tileinkað sér aðferðafræði markþjálfunar og þar á meðal djúphlustun.

  • Vera færir um að spyrja krefjandi spurninga sem auka skuldbindingu og ábyrgð hvers og eins.

  • Finna aukið sjálfstraust og samskiptahæfni og hafa betra vald á að stýra samtölum, sérstaklega í krefjandi málum.

  • Hafa öðlast færni í að leiðbeina stjórnendum og auka frumkvæði þeirra í áhrifaríkri endurgjöf.

  • Hafa öðlast færni í að laða fram sjálfstæði og styrkleika stjórnenda og teyma.

  • Hafa öðlast færni í að takast á við gerendur og stjórnendur sem eru yfirgangssamir.

UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

,,Innihald, uppsetning og verkefni voru frábær! Kennarinn er einstakur og náði svo vel að tengja innihaldið við atvinnugreinina (mannaðusstjórnun).”

,,Ég lærði margt nýtt sem mun hjálpa mér mikið í starfi.”

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfi Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár og er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.  Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, Viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR.  Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,  stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

SKIPULAG

Kennsla fer næst fram árið 2020 á eftirfarandi tímum:

  • Föstudaginn 7. febrúar frá kl. 9:00-16:00

  • Mánudaginn 17. febrúar frá kl. 9:00-16:00

Lengd: 14 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 145.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, hádegisverður, síðdegishressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.