Markþjálfun í lífi og starfi - persónuleg stefnumótun

UM VINNUSTOFUNA

Þessi þriggja daga vinnustofa er ætluð þeim sem vilja tileinka sér aðferðafræði markþjálfunar og nýta hana í lífi og starfi. Aðferðafræði markþjálfunar er þaulreynd og nýtist á öllum sviðum lífsins, hvort sem það er í persónulegri stefnumótun, tiltekt í eigin lífi, frekari starfsþróun eða einfaldlega til að laða fram það besta í sjálfum sér og öðrum.

Farið er yfir grunnþætti markþjálfunar en einnig verða lagðar fram fjölbreyttar og hagnýtar æfingar til þess að þátttakendur öðlist sjálfstraust til þess að beita aðferðafræðinni á raunverulegar áskoranir eða viðfangsefni í eigin lífi. Vinnustofan er ekki ætluð þeim sem hafa hug á því að starfa við markþjálfun sem fag, heldur eingöngu þeim sem vilja öðlast þekkingu til þess að beita markþjálfun á árangursíkan hátt í lífi og starfi.ÁVINNINGUR

Að vinnustofunni lokinni ættu þátttakendur að:

  • Hafa öðlast aukna sjálfsþekkingu

  • Hafa fengið skýrari sýn á eigin markmið og framtíðarþróun

  • Hafa aukna hæfni í að markþjálfa aðra og laða fram það besta í þeim

  • Þekkja hvenær markþjálfun virkar og hvenær ekki

  • Hafa farið í gegnum fjölbreyttar og hagnýtar æfingar

  • Hafa hlotið þjálfun í að beita aðferðafræði markþjálfunar


UMSAGNIR VIÐSKIPTAVINA

,,Þetta var algjörlega frábært, fékk mig til að hugsa öðruvísi og dýpra og setja mér góð markmið. Alda hefur einstakan hæfileika til að ná fólki með sér og hefur þessi gleði sem er svo smitandi :)”

,,Mæli heilshugar með þessu námskeiði. Alda er algjört séní og fagmaður fram í fingurgóma.”

,,Mér fannst frábært að fá öll þessi verkfæri og hópurinn var einstaklega skemmtilegur og góður!”

,,Námskeiðið ýtti virkilega við mér og á eftir að nýtast mér gríðarlega vel í leik og starfi.”

UM STJÓRNENDAÞJÁLFANN

Alda Sigurðardóttir er eigandi og stjórnendaþjálfari Vendum ehf. Hún hefur unnið með nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár, er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel. Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík, kynningar- og samskiptastjóri HR, viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR.  Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

SKIPULAG

Kennsla fer næst fram vorið 2020 á eftirfarandi tímum:

  • Föstudaginn 13. mars frá kl. 9:00-15:00

  • Föstudaginn 20. mars frá kl. 9:00-15:00

  • Föstudaginn 27. mars frá kl. 9:00-15:00

Lengd: 18 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 184.900 kr

Hámarksfjöldi er 13 manns svo allir þátttakendum fái notið sín í umræðum og æfingum. 

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, hádegisverður, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.