Konur og stjórnun

Um námskeiðið

Sérstakt námskeið ætlað konum sem vilja byggja upp sjálfstraust sitt í stjórnun og auka leiðtogafærni sína. Farið er yfir fjölbreytta þætti stjórnunar og sérstök áhersla lögð á persónulega og faglega styrkingu. Farið er yfir áhrifaríka samtalstækni, hvernig takast má við krefjandi einstaklinga, átakafælni og hvernig best sé að taka sér pláss þannig að manni líði vel með það. Sérstök áhersla verður lögð á að takast á við krefjandi aðstæður af öryggi og yfirvegun.


Ávinningur

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Finna aukið sjálfstraust í krefjandi verkefnum.

  • Hafa öðlast færni í að taka sér pláss.

  • Hafa öðlast aukna færni í að takast á við átök.

  • Þekkja leiðir til að takast á við krefjandi aðstæður af öryggi.

  • Hafa farið í gegnum persónulega og faglega stefnumótun.

UM STJÓRNENDAÞJÁLFARANN

Alda Sigurðardóttir er eigandi og stjórnendaþjálfari Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár og er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.  Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, Viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR.  Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,  stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.


SKIPULAG

Tími: Kennsla fer fram á eftirfarandi tímum:

  • Þriðjudaginn 21. febrúar frá kl. 9:00-16:00

  • Þriðjudaginn 28. febrúar frá kl. 9:00-16:00

  • Þriðjudaginn 7. mars frá kl. 9:00-16:00

  • Þriðjudaginn 14. mars frá kl. 9:00-16:00

Lengd: 28 klst

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 239.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, hádegisverður, síðdegishressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.