Listin að hafa áhrif

UM NÁMSKEIÐIÐ

Oftar en ekki þarf maður að hafa áhrif á aðra, hvort sem það eru undirmenn, yfirmenn eða jafningjar manns.  Hvernig er t.d. best að hafa áhrif á fólk hvort sem að maður hefur beint umboð til þess eða ekki? Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að fara yfir hagnýtar leiðir til að hafa áhrif á aðra á faglegan hátt sem einkennist af virðingu og skilar árangri.


Ávinningur

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Hafa öðlast aukna hæfni í að hafa áhrif á aðra.

  • Eiga auðveldara með að fá fólk í lið með sér.

  • Hafa öðlast enn betri samskiptahæfni.

  • Hafa tileinkað sér markvissari leiðir í breytingastjórnun.

UM STJÓRNENDAÞJÁLFARANN

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfari Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár og er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.  Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, Viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR.  Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,  stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.


SKIPULAG

Tími: Kennsla fer fram þriðjudaginn 5. mars frá kl. 13:00-16:00.

Lengd:
 3 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 39.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.