Jafningjastjórnun I

Um námskeiðið

Á námskeiðinu er farið í gegnum þær áskoranir sem fylgja því að stjórna jafningjum og hvernig best sé að hámarka frammistöðu á manneskjulegan hátt.  Farið er í gegnum algeng mistök sem  jafningjastjórnendur gera og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir þau. Einnig er farið í gegnum áhrifaríkar leiðir til skilvirkra samskipta, hvatningu og hvernig best sé að veita jákvæða endurgjöf þannig að hún sé ekki yfirborðskennd.  Einnig er farið yfir þaulreyndar aðferðir til að leiðrétta hegðun á þann hátt að fólk fari ekki í vörn heldur taki á móti skilaboðunum og vilji sjálft lagfæra hegðun sína.  Lögð er áhersla á praktíska nálgun og yfirfærslu þekkingar á á raunverulegar aðstæður stjórnenda. Námskeiðið er kjörið fyrir stjórnendur sem vilja hámarka árangur sinn og laða fram það besta í starfsfólki sínu.

Ávinningur

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja helstu áskoranir jafningjastjórnunar og kunna að bregðast við þeim.

  • Hafa aukinn skilning á hlutverki sínu sem stjórnandi og þeim áhrifum sem hlutverkinu fylgja.

  • Þekkja sinn eigin leiðtogastíl og geta greint hópinn sinn út frá ólíkum samskiptastílum.

  • Þekkja leiðir til að hvetja starfsfólk sitt.

  • Geta veitt jákvæða og leiðréttandi endurgjöf með áhrifaríkum hætti.


Umsagnir viðskiptavina

,,Takk kærlega fyrir mig, eitt af betri námskeiðum sem ég hef setið um langt árabil.”

,,Frábært námskeið. Kærar þakkir fyrir ánægjulegan dag.”

,,Frábær leiðbeinandi og auðskiljanleg aðferðarfræði/hugmyndafræði.”

,,Hagnýtt námskeið þar sem farið var yfir sannreyndar aðferðir (ekki froðu).”


Um stjórnendaþjálfann

Alda Sigurðardóttir, er eigandi og stjórnendaþjálfi Vendum ehf. Hún hefur unnið með  nokkur hundruð stjórnendum í einstaklingráðgjöf undanfarin 8 ár og er með viðskiptavini í 9 löndum og þekkir því áskoranir stjórnenda afar vel.  Hún hefur jafnframt fjölbreytta stjórnunarreynslu, þar má nefna störf hennar sem fyrrum aðstoðarmaður Dr. Svöfu Grönfelds rektors  og síðar Dr. Ara Kristins Jónssonar hjá Háskólanum í Reykjavík,  kynningar- og samskiptastjóri HR, viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ og sem fræðslustjóri VR.  Alda hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum og setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum, m.a. í stjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnarformaður Menntar og varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Hún kennir samhliða stjórnendaþjálfuninni í MBA náminu í HR sem er meistaranám í stjórnun og viðskiptum.

SKIPULAG

Námskeiðið verður næst á dagskrá  2020.

Kennsla fer fram miðvikudaginn 15. janúar frá kl. 9:00-16:00

Lengd:
 7 klst.

Staðsetning: Vendum, Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík.

Verð: 64.900 kr

Innifalið í námskeiðsgjaldi er morgunhressing, hádegisverður, kaffi og te.

Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.