GREIÐSLUSKILMÁLAR vendum

Við skráningu á námskeið Vendum samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli Vendum og viðskiptavinar.

Viðskiptavinir hafa 14 daga frá skráningu til að afskrá sig af námskeiði og eiga þá rétt á fullri endurgreiðslu. Ef viðskiptavinur afskráir sig seinna en tveimur sólarhringum áður en námskeið hefst áskilur Vendum sér rétt til að innheimta 50% námskeiðsgjalda. Ef viðskiptavinur afskráir sig þegar innan við vika er í að námskeið hefjist getur Vendum krafist þess að halda eftir hlutagreiðslu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. neytendalaga nr. 16/2016.

Allar afskráningar verða að berast skriflega til Vendum á netfangið vendum@vendum.is til þess að vera teknar gildar.

Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt áður en námskeið hefst þar sem flestir viðskiptavinir skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum vefverslun Vendum.

Vendum áskilur sér rétt til þess að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi.


Trúnaður (öryggisskilmálar)

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Greiðsluskilmálar þessir er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.


Vendum ehf. • Kt. 550211-1490 • Bolholti 6, 2. hæð, 105 Reykjavík • Sími: 662 0330 • vendum@vendum.is