gildin okkar

FAGMENNSKA

Við leggjum áherslu á fagleg og vönduð vinnubrögð. Heiðarleiki, traust og góð samskipti við viðskiptavini eru okkur mikils virði og fyrir það viljum við standa. Við störfum eftir aðferðafræði markþjálfunar og fylgjum siðareglum alþjóðlegu markþjálfasamtakanna (ICF).

ÁSTRÍÐA

Það er okkar ástríða að hjálpa einstaklingum og stjórnendum skipulagsheilda að auka árangur sinn. Við notum aðferðafræði markþjálfunar og vinnum í takt við ellefu hæfnisþætti alþjóðlegu markþjálfasamtakanna enda er það ætlun okkar að kynna sem flesta fyrir því hversu áhrifaríkt tæki markþjálfun er. Við tökum fagnandi á móti áskorunum og krefjandi verkefni veita okkur innblástur og orku.

ÁRANGUR

Árangur er okkar meginmarkmið og við leggjum áherslu á að bjóða áhrifaríkustu aðferðir sem völ er á hverju sinni og að þjónusta okkar skili viðskiptavinum okkar raunverulegum ávinningi. Við mælum árangur námskeiða með framkvæmd námskeiðsmats og umsagnir viðskiptavina okkar eru einnig til marks um upplifun þeirra sem koma í þjálfun til okkar.