fyrirtækjalausnir

Vendum býður sérsniðnar fyrirtækjalausnir og hefur starfað náið með fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum um árabil.

Boðið er upp á fjölda vandaðra og hagnýtra lausna sem miða að því að auka færni starfsmanna og stjórnenda innan fyrirtækja. Lausnir geta verið í formi einstaklingsþjálfunar fyrir stjórnendur, ýmiss konar hópþjálfunar, fyrirlestra, námskeiða og lengri námslína.

Lögð er áhersla á ítarlega þarfagreiningu svo hægt sé að sérsníða lausnirnar eftir þörfum hvers fyrirtækis eða stofnunar, bæði í lengd og innihaldi. Flestar lausnir Vendum hafa að leiðarljósi aðferðafræði markþjálfunar en þegar fræðsla og markþjálfun fara saman má auka yfirfærslu þekkingarinnar umtalsvert, og þar með tryggja betri nýtingu á fjármagni og tíma sem varið er í fræðslu innan fyrirtækja.

Hægt er að sjá yfirlit yfir námsframboð Vendum í flokknum Námsframboð hér á síðunni.

Ef óskað er eftir fræðslu á öðrum sviðum en þjálfarar Vendum hafa sérþekkingu á, er Vendum í samstarfi við fjölda sérfræðinga á ólíkum sviðum og hefur milligöngu um þjónustu þeirra.

sérsniðnar lausnir Vendum

Hér að neðan má sjá dæmi um sérsniðnar lausnir sem Vendum hefur þróað í nánu samstarfi við íslensk fyrirtæki.

Samstarf vendum og landsbankans 2016-2017

Um er að ræða samstarfsverkefni Vendum og Landsbankans sem ráðist var í vorið 2016 og stóð í eitt ár. Hér að neðan má sjá myndbönd sem sýnd voru á Mannauðsdeginum 2018, sem haldinn var á vegum Félags Mannauðsfólks á Íslandi. 

Alda Sigurðardóttir segir frá verkefninu frá sjónarhóli stjórnendaþjálfans.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum segir frá sinni upplifun af verkefninu.

Alda Sigurðardóttir hjá Vendum hefur um árabil verið samstarfsaðili Landsbankans í stjórnendaþjálfun. Veturinn 2016-2017 fóru allir stjórnendur okkar í gegnum stjórnendaþjálfun hjá Öldu sem var sérsniðin til að styðja hópinn í stefnuinnleiðingu. Þjálfunin samanstóð af námskeiðum og einstaklingsþjálfun og sú blanda reyndist afar góð til að tryggja markvissa nálgun og yfirfærslu. Þjálfunin fékk mjög góðar viðtökur hjá stjórnendum og samstarfið við Öldu var til fyrirmyndar í gegnum allt ferlið; í þarfagreiningu, við hönnun þjálfunar, skipulag, framkvæmd, mælingar og eftirfylgni. Alda hefur sérlega yfirgripsmikla þekkingu á stjórnun og einstaka hæfileika til að miðla með fjölbreyttum hætti. Þannig getur hún aðlagað sig að mismunandi þörfum og hitt beint í mark hjá hverjum og einum.
— Halla Jónsdótir fræðslustjóri Landsbankans 2012-2018 og Baldur Gísli Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans.


Hvað hafa aðrir viðskiptavinir okkar að segja um stjórnendaþjálfun Vendum?

Við hjá Vendum erum svo lánsöm að eiga fjölda ánægðra viðskiptavina sem hafa veitt umsögn um þjónustu okkar. Lestu umsagnir viðskiptavina sem hafa nýtt sér þjónustu Vendum.


Nánari upplýsingar um fyrirtækjalausnir Vendum eru veittar í gegnum netfangið vendum@vendum.is