Fyrirlestrar

Vendum býður upp á stutta og hnitmiðaða fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir. Um er að ræða ca. 45-90 mínútna fyrirlestra sem henta t.d. vel til að lífga upp á starfsdaga, vinnufundi eða hreinlega til að bjóða starfsmönnum upp á skemmtilega tilbreytingu í dagsins önn. Lögð er áhersla á virka þátttöku, raunhæf dæmi og tengingu við veruleika hvers fyrirtækis í hvert sinn, til að hámarka árangur og yfirfærslu þekkingar yfir á dagleg störf. 


dæmi um fyrirlestra vendum:

 • Náðu meiri árangri með áhrifaríkum samskiptum – markþjálfun sem stjórnunarstíll

 • Hefur þitt teymi það sem til þarf? – einkenni sterkra liðsheilda

 • Viltu finna gleðina í vinnunni – alltaf? – starfshvatning og markmiðasetning

 • Listin að hafa áhrif – viltu hafa veruleg áhrif á verkefni og fólk?

 • Stytting vinnuvikunnar – tímastjórnun og skipulag

 • Markmiðasetning sem virkar – víkkum sjóndeildarhringinn

 • Fundir sem skila árangri – nokkur góð ráð sem virka

 • Ertu á yfirsnúningi? – streita og kulnun, komdu auga á einkennin

 • Góð tengsl, gulls ígildi!  – að mynda, virkja og viðhalda góðu tengslaneti

 • Áhrifarík endurgjöf – markvisst hrós sem skilar aukinni starfsánægju, ásamt leiðréttandi endurgjöf sem eykur árangur.

 • Ólíkir samskiptastílar – kostir þess að vera eins og þú ert og hvað þarf að varast eða vera meðvitaður um.

 • Það er hægt! – Samhæfing starfs og einkalífs.


Nánari upplýsingar um fyrirlestra Vendum eru veittar í gegnum netfangið vendum@vendum.is