Alda Sigurðardóttir

AldaSig_mynd2.jpg

Alda er stofnandi og eigandi Vendum. Hún starfar sem ACC stjórnendaþjálfi og hefur mikla reynslu af einstaklings- og hópþjálfun, fundarstjórnun, námskeiðum og fyrirlestrahaldi. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og starfaði m.a. sem aðstoðarmaður rektors (e. executive assistant) Háskólans í Reykjavík með Dr. Svöfu Grönfeldt og svo síðar Dr. Ara Kristni Jónssyni. Þar áður starfaði hún sem kynningar- og samskiptastjóri skólans undir forystu Dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Hún starfaði einnig sem viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ, fræðslustjóri VR og stundakennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands ásamt því að kenna við Opna háskólann í HR. Alda sat í stjórn Heilsugæslu Reykjavíkur (nú Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins), var varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, stjórnarformaður Menntar og fleira. Alda er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, er stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk námi í stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) frá Opna Háskólanum í HR og Corporate Coach University árið 2010. Alda hefur alþjóðlega vottun ACC frá ICF, International Coach Federation, sem eru stærstu alþjóðlegu fagsamtök markþjálfa.

Netfang Öldu er alda@vendum.is og sími 662 0330.


Sóley Jónsdóttir

Sóley eldri mynd klippt til bráðabirgða.jpg

Sóley starfar sem verkefnastjóri Vendum og hefur umsjón með markaðs- og vefmálum ásamt því að koma að þróun og umsýslu námskeiða. Áður starfaði Sóley í sex ár hjá Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík sem verkefnastjóri og sérfræðingur í markaðsmálum. Þar stýrði hún meðal annars alþjóðlegu námi í stjórnendamarkþjálfun, námi fyrir fjármálaráðgjafa í samstarfi við stóru viðskiptabankana þrjá, auk PMD-stjórnendanáms HR. Auk þess bar hún ábyrgð á markaðsmálum, sat í fagráðum og kom að ýmsum þróunarverkefnum. Áður hefur Sóley starfað sem nýsköpunarráðgjafi hjá Innovit (nú Icelandic Startups), í auglýsingadeild Fréttablaðsins og nú síðast sem vefstjóri og markaðssérfræðingur Krabbameinsfélags Íslands. Sóley er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði og BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þá hefur hún einnig lokið námi í stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) frá Opna háskólanum í HR og Coach University.

Netfang Sóleyjar er soley@vendum.is og sími 834 8228. 

Vendum er einnig í samstarfi við fjölda sérfræðinga sem geta bæði haldið námskeið og boðið upp á handleiðslu (e. mentoring).


RÁÐGJAFARÁÐ VENDUM

Með öflugu ráðgjafaráði tryggir Vendum gæði þjónustu sinnar og árangur viðskiptavina sinna. Ráðgjafaráðið fundar reglulega með eigendum Vendum.

cheryl smith.jpg

Cheryl Smith, Master Certified Coach (MCC). Cheryl er annar stofnenda Leadscape Learning, samstarfsaðila Vendum. Hún hefur áratuga stjórnunarreynslu, lengst af hjá IBM. Cheryl hefur verið aðalleiðbeinandi í námi í markþjálfun í HR frá árinu 2010. Nánari upplýsingar um Cheryl má finna hér.

hilary oliver.jpg

Hilary Oliver, Professional Certified Coach (PCC). Hilary var forseti ICF í Bretlandi árið 2012 en er nú formaður alþjóðalegrar stjórnar ICF. Hún hefur mikla reynslu sem stjórnandi, m.a. sem sölustjóri IBM í Bretlandi, framkvæmdastjóri hjá Safetynet og mannauðsstjóri hjá 4Front Services. Hilary hefur verið leiðbeinandi í námi í markþjálfun í HR frá 2012. Nánari upplýsingar um Hilary má finna hér.