Áhugavert efni sem nýtist í persónulegri stefnumótun

Hér að neðan má sjá áhugavert efni og greinar sem nýtast vel samhliða persónulegri stefnumótun. Mælt er með að þátttakendur kynni sér vel allt neðangreint efni til þess að hámarka árangur sinn.

How great leaders inspire action með Simon Sinek

Simon Sinek tók saman áhugaverða umfjöllun um hvernig góðir leiðtogar veita öðrum innblástur til að framkvæma. Myndbandið er frá árinu 2010 en það er með þriðja hæsta áhorf á Ted og boðskapurinn í því á vel erindi í númímasamfélagi.


Manage your energy - not your time eftir Tony Schwarts

Tony Schwarts er forstjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækisins The Energy Project og höfundur bókarinnar Be Excellent at Anything. Hann innleiddi orkustjórnun hjá Google og skrifaði þessa frábæru grein um hvernig á að stjórna eigin orku í stað þess að einblína á það að stjórna eigin tíma.


A 90-Minute Plan for Personal Effectiveness eftir Tony Schwarts

Tony Schwarts skrifar hér áhugaverða grein um 90 mínútna plan í átt að persónulegum árangri. Hann byrjar hvern dag á því að einbeita sér fullkomlega að fyrirfram ákveðnu viðfangsefni í 90 mínútur. Hann útilokar allt utanaðkomandi áreiti á meðan svo sem síma, tölvupóst o.s.frv. í greininni skrifar hann um hvernig þessi vinnuregla hefur breytt lífi hans, hámarkað afköst og árangur.


Vinna með persónuleg gildi

Mikilvægur þáttur í því að fara í gegnum persónulega vinnu er að skilgreina sín persónulegu gildi og helst deila þeim með öðrum. Í meðfylgjandi gildaæfingu sem þýdd hefur verið og staðfærð úr bókinni The Edge eftir Michael Heppel eru gildi útskýrð vandlega og hvernig má í nokkrum skrefum skilgreina gildin sín og byrja að lifa eftir þeim. Auk þess má sjá ítarlegan lista yfir gildi sem hægt er að styðjast við á meðan gildavinnunni stendur.