Fagmennska    Ástríða    Árangur

 

Vendum sérhæfir sig í þjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja ná auknum árangri og nýtir til þess þaulreyndar og árangursríkar aðferðir markþjálfunar (e. executive coaching).

Við leggjum áherslu á að veita bestu mögulegu starfstengdu þjálfunina á Íslandi fyrir starfsmenn, sérfræðinga, stjórnendur og stjórnarmenn, til að þróast áfram í sínu starfi á heilbrigðan og uppbyggjandi hátt. Það auðveldar hverjum og einum að njóta sín til hins ítrasta, en jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt, annað samstarfsfólk og framþróun fyrirtækisins. 

Við bjóðum upp á námskeið, fyrirlestra, ráðgjöf, markþjálfun og ýmsa aðra þjónustu sem auðveldar fólki að vaxa í starfi. 

 
 

námsframboð

Kynntu þér fjölbreytt námsframboð Vendum.

umsagnir

Lestur umsagnir frá viðskiptavinum okkar.